Hérna er ágætis upptalning á því hvað við setjum á innkaupalistann, við forðumst mikið unnin mat, eins og td kjötfars.
Þetta er alls ekki tæmandi listi og ég á örugglega eftir að bæta á hann
eftir því sem ég man :)
Nautakjöt (notum mikið af nautahakki)
lambakjöt
Svínakjöt
Beikon
sviðasulta
Allur fiskur í boði
egg
Mæjónes
ostsneiðar (Gotti er feitastur)
Rifinn ost (við notum Gratínost mest)
steyptir ostar (þessi hringlóttu, piparostur, mexikóostur osfrv)
parmesan
feitir smurostar
rjómaostur
fetaostur í olíu
Flest allir ostar held ég bara :)
rjómi
grísk jógúrt
36% sýrður rjómi
smjör (íslenskt)
ólífuolía
kókosolía
avocado
fræ margskonar til baksturs
(sólblóma, graskers, sesam, hör td)
kókoshveiti (spari)
möndlumjöl (spari)
Grænmeti
(eigum nánast alltaf kál, klettasalat, hvítkál, lauk, gúrku td)
túnfiskur í dós (í olíu)
Bernaise sósa (ef þú gerir hana ekki sjálfur, finndu þá sósu með lágu kolvetnainnihaldi)
Salt…
(Kolvetni binda salt og vatn, án kolvetna þarftu að auka salt til þess að hafa eitthvað til að binda vatn og fá ekki vægan sodium skort (sem leiðir til krampa hausverkja ofl))
Husk trefjar (verðum að passa trefjainntökuna og drekka vel af vatni með)