Beikonvafðar kjúklingabringur með feta og sólþ. tómötum

IMG_20141009_193525

Þetta er hrikalega gott :)
Það sem þú þarft er:
Kjúklingabringur eftir þörfum (ég var með 7 bringur, við erum 5 og það var 1 og ½ eftir)
Beikon (það fór slatti, 3 sneiðar ca á hverri bringu)
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 ½ krukka fetaostur í olíu (getur sett minna ef þú vilt)
1 dós whole skinless tomatoes (eða mauk, það var mikið minna af kolvetnum í þessum sem ég notaði…..keypt frá euroshopper í Bónus)
½ krukka Sacla tómatpestó
½ púrrulaukur
3-4 hvítlauksrif
Salt og pipar ef vill

Ég skar vasa í bringurnar, setti feta, sólþurrkaðan tómat (1-2 eftir stærð), meiri feta, lokaði eins vel og ég get, og vafði beikoni utan um, 3 sneiðar dugðu næstum alltaf, annars 4.  Setti beint í eldfast mót, var með ofninn stilltan á 200°C og stillti tímann á 25 mínútur.

Á meðan þetta var í ofninum bjó ég til sósuna.
Setti hvítlaukinn í hvítlaukspressu, saxaði púrrulaukinn frekar smátt og svitaði þetta á pönnu uppúr olíu.  Saxaði svo restina af sólþurrkuðu tómötunum, og setti þá, ásamt pestóinu og tómatmaukinu úr dósinni.  Lét malla og setti öööörlítið af salti og pipar.
Ég þurfti ekki að þynna hana, en það má endilega með vatni ef ykkur ifnnst hún og þykk.

Þegar 7 mínútur voru eftir á ofninum, tók ég kjúllann út, makaði sósunni á hann, restina af fetanum líka (ca 1/3 af krukku) og inní ofn í þessar 7 mín sem eftir voru.  Bætti samt 5 mín í viðbót þannig að heildartíminn í ofninum var 30 mínútur og kjúllinn var perfect :)

3 hugrenningar um “Beikonvafðar kjúklingabringur með feta og sólþ. tómötum

  1. Bakvísun: Fimmtudagur 9. okt | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s