Þetta var svoooooo gott !
Brokkolí (magn eftir smekk hvers og eins)
ólífu olía (við notuðum ca 4 msk)
pressaður hvítlaukur (við pressuðum 5 geira)
saltklípa
ferskur parmesan ostur
Mallaðu saman í skál olíunni, hvítlauknum og saltinu.
Blandaðu því vel saman.
Settu svo brokkolíblómin útí og veltu vandlega uppúr blöndunni……vertu viss um að allt dreifist vel.
Við dreifðum svo úr þessu á einnota grillbakka (smurðum hann fyrst með smá olíu)
og létum allt gummsið koma með.
Settum þetta á 190°C í ca 20 mín….smá grill í lokin.
Parmesan er svo settur yfir þegar komið er á diskinn :)