Fyrsta tilraunin til að baka þetta varð ekki að oopsies, heldur að floppsies ! ;)
3 egg, aðskilin
100 gr rjómaostur (ég notaði þennan í bláu öskjunni)
Pínu salt
1 msk Husk (valfrjálst)
Forhita ofninn í 180°C. á blæstri
Aðskildu eggin í sitthvora skálina……stífþeyttu hvíturnar í annari. Í hinni skálinni skaltu hræra saman rauðunum og rjómaostinum, og huskinu ef þú notar það.
Svo skaltu setja smá í einu af rauðu/osta blöndunni yfir í skálina með hvítunum og blanda því varlega saman, EKKI hræra, bara mjúklega draga úr köntunum innað miðju og eins og þeir segja í Ammeríkunni…..Fold it gently together ;)
Flöffið í eggjahvítunum á alls ekki að falla saman.
Þegar þetta er samblandið þá seturðu klessur á bökunarpappírsklæddar plötur og bakar í ca 10 mínútur. 4 á plötur fínt……2 á plötur fínt sem hamborgarabrauð.
Ég googlaði uppskrift og það kom upp hellingur, allar svipaðar, þannig að ég get ekki bent á einn uppruna.
Bakvísun: Dagur 1 í hreinsun | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: Sunnudagur | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: Föstudagur 26. sept | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: 13. nóv…..hreinsun dagur 4 | Lífið á Carb Nite