Mæjónesbrauð

20160525_092443_resized

Maríanna Rós setti þessa uppskrift inná Facebooksíðu Carb Nite og gaf mér leyfi til að setja hana hérna inn :)
Hún er upprunalega af norskri síðu.

2 msk husk
2 tsk lyftiduft
2 egg
3 msk mæjónes (ca 100 gr)
3,5 dl rifinn ostur (3 dl í deigið, ½ dl ofan á)
smá salt.

Öllu blandað saman, látið standa í 5 mín áður en þetta er sett í 6 hrúgur á bökunarpappír.
Restinni af ostinum dreift ofan á og bakað við 200°C í 10-15 mín.
Samkvæmt Maríönnu þá hefur þetta bæði bakast hjá henni sem fallegar bollur, en líka sem fallnar bollur !
Hvað  það er sem veldur fallinu veit ég ekki, kannski einhver ykkar viti trikk ? ;)
Þetta er víst rosalega gott líka sem pizzabotn !

Þessi uppskrift er í lagi í hreinsun :)