Krydd fiskibollur Þórdísar

Þórdís Jóna úr Carb Nite grúbbunni á Facebook heldur áfram að deila með okkur CN vænni snilld :)  Þessar verða sko prófaðar við fyrsta tækifæri og verða þá myndaðar ;)

Svona setti hún inn uppskriftina :)

1 kg Þorskur eða annar fiskur
½ hvítlaukur
1/3 blaðlaukur
1-2 stilkar steinselja
½ poki klettasalat
1 ½ ca allskonar ostar það sem er til
ég notaði hvítlauks,mexikó og papriku.

Þetta hakka ég allt saman, hakkaði reyndar fyrst fiskinn af því hann var afþýddur hakkaði hann í stykki og kreisti mestu bleytuna úr. Hakkaði síðan allt saman

1 egg
1 dl rjómi
1 tsk vel full af hvítum pipar
1 tsk af chili flögum
1,5 tsk herbamer salt
2msk husk.

þetta allt sett út í farsið og hrært síðan steikt á pönnu í miklu smjöri og smá oliu set í ofn á 180 og blæstri í ca 20 mín.