Ég útbjó þennan rétt fyrir húsbandið og gleymdi að taka mynd af honum !
Lofa að græja það næst þegar ég bý hann til :)
1 bakki hakk
½ poki gratínostur
5 egg
Smá græn paprika
Smá vorlaukur
Ég forhitaði ofninn á 180°C.
Svo steikti ég hakkið á pönnu og kryddaði með season all og svörtum pipar. Setti það á háan hita í restina til að losna við vökvann. Setti svo smátt skorið grænmetið útí og hrærði það saman og tók svo af hellunni.
Setti svo hakkið í svona form eins og myndin er af að neðan, örugglega hægt að nota álform…..
Setti svo ostinn ofan á hakkið, pískaði eggin saman í skál og hellti yfir allt trallið.
Setti inní ofn í 20 mínútur.
Ekkert mál að hita upp daginn eftir td og taka með í nesti :)
Ég sá uppskrift hérna sem ég lagaði að því sem ég átti til :)
Bakvísun: Dagur 2 í hreinsun | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: Dagur 3 í hreinsun | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: Hreinsunardagur 6 | Lífið á Carb Nite