Jidúddamía hvað mér fannst þetta gott :)
Ég notaði:
120 gr af rifnum mozzarella
25 gr rifinn parmesan
hvítlauksduft 1 tsk
1 egg
3 tsk kókoshveiti
1 msk HUSK (valfrjálst)
Blandaði öllu vel saman, dreifði þessu á bökunarpappírsklædda plötu og bakaði við 200°C í 15 mín ca. Penslaði svo með hvítlauksolíu þegar það kom úr ofninum :)
Ætla að prófa næst að baka þetta í formi ;)
Krista snillingur lánaði mér þessa uppskrift :)
Bakvísun: Fimmtudagur 2. okt | Lífið á Carb Nite