Grísapanna með mozzarella

IMG_20160524_193802_resized

Magnið í þessu verður hver og einn að aðlaga að sér…..
Við erum 5 í heimili og það var smá afgangur ;)
Það sem ég notaði var:

3 bakkar af grísahakki
Kryddað með salti, pipar og papriku
brokkolí…..notaði örugglega um 500 gr
9 egg slegin saman með smá rjóma
Dós af litlum mozzarella kúlum

Steikti hakkið á pönnu (við eigum pönnu sem má fara í ofn)
Sauð brokkolíið og hrærði það svo smaan við steikt hakkið.
Hellti eggjahrærunni útí og bætti mozzarella kúlunum hingað og þangað ofan á.

Inní 180°C heitan ofn í ca 25 mín eða þar til osturinn var bráðnaður.