Ostahrökkbrauð

IMG_20160416_163651_resized

Í Facebook hóp Carb Næt sá ég þessa uppskrift hjá henni Árelíu og ákvað að prófa :)
Þetta notaði ég:

100 gr sesamfræ
30 gr hörfræ
30 gr graskersfræ
30 gr sólblómafræ
½ mexikóosttur, rifinn á rifjárni (má nota aðra osta papriku td eða piparost)
50 gr gratínostur
2 egg
15 ml brædd kókosolía

Öllu blandað saman og set á bökunarpappírsklædda plötu og flatt út.
Mér finnst langbest að setja annan bökunarpappír ofan á og fletja út eins þunnt og ég get með kökukefli (já eða kaffibrúsa ef þú finnur ekki kökukeflið hahaha)
Ég setti þetta á 130°C blástur í um 30 mín….vildi fá það stökkt :)
Skorið um leið og það kemur úr ofninum og kælt :)