Hakkréttur Ísólar Bjarkar

IMG_20160427_190555

Þetta er algjört æði, og strákarnir mínir (18, 14 og 10 ára) spændu þetta allir í sig ! :)
Ísól Björk á Facebook síðu Carb Næt deildi þessari og gaf mér leyfi til að birta hana hérna.

Ég set hana inn eins og hún gerði hana, og í sviga hvernig ég gerði :)

500 gr hakk, nauta eða svína (ég notaði 2 bakka af grísahakki)
1 lítill poki frosið blómkál (ég notaði hann + álíka magn af frosnu brokkolí)
1 piparost (ég notaði ½ mexíkóost og ½ piparost)
rjómi
rifinn ost

Hakkið steikt, blómkálið soðið, piparosturinn bræddur í rjómanum.
öllu stappað saman, sett í eldfast mót með rifnum osti ofan á og sett í ofninn þar til osturinn bráðnar :)