Ostaklattar

IMG_20160416_165803

Ég sá þessa uppskrift í Facebook grúbbu Carb næt, Þórdís Jóna setti hana inn.
Ég hélt fyrst að þetta væri oopsies en þetta er með osti og aðferðin öðruvísi…..og að mínu mati töluvert betra :)

Ég notaði:

3 stór egg
100 gr rjómaost (þessi í bláu öskjunni)
100 gr gratínost
1½ tsk lyftiduft
1 msk husk
Svo setti ég slatta af pizza kryddi.

Uppskriftin hennar kallar á hörfræ eða kúmen en ég sleppti því.
Það er auðvelt að leika sér með hana, skipta út kryddum, setja kryddaða rjómaosta ofl :)

Ég setti þetta allt saman í skál og hrærði vel með handþeytara.
Setti þetta svo á bökunarpappírsklædda ofnskúffu/plötu, lét þetta bara allt saman í eina klessu, dreifði svo úr henni í ca ferkantað form og bakaði við 150°C blástur í 15 mín.
Tók út og skar í „sneiðar“ og kældi :)

*Uppfært 18.04.16*
Ef þú ætlar að gera þetta í einni heild og skera í sneiðar, þá er vel hægt að hræra öllu saman í einu.  En ætlirðu að gera hringlótt „einstaklingsbrauð“ þá er betra að hræra eggin fyrst og bæta hinu svo útí.  Deigið verður þykkara þannig að auðveldara að skeiða það á plötuna án þess að það leki of mikið út :)

Það er líka hægt að setja þetta með skeið þannig að það myndi hringlótt brauð :)