Það eru svo margir snillingar í Facebook grúbbu Carb Næt.
Óttar Freyr setti inn þessa hugmynd af snakki og hún er æði !!
Við notuðum:
1 poka af rifnum mozzarella (grænn poki)
Papriku krydd frá Prima
Ofninn hitaður á 150°C.
Bökunarpappír settur á ofnplötu, ostinum sturtað þar á og dreift úr honum.
Kryddað vel með papriku kryddi og inní ofn.
(líka hægt að bæta við meira kryddi, chili flögum td eða season all)
Inní ofn þar til osturinn er farinn að búbbla.
Skellt þá á grill og tekið út þegar hann er farinn að brúnast vel :)
Gott að dýfa smá ;)