Pestókjúlli á spínatbeði

IMG_20160405_184848

Það sem við notuðum var:
Kjúklingabringur
Spínat
Tómatar
Grænt pestó frá Philipo Berio
Fetaostur
Gratínostur

Spínat sett á botninn á eldföstu móti, bringunum raðað ofan á það, þær smurðar með pestó, tómatar ofan á pestóið og fetinn ofan á það.
Sett í 200°C heitan ofn í ca 20 mín, þá tekið út og gratínosti bætt ofan á.
Aftur inn í ofn í ca 20 mín.