Ég tók ekki mynd af réttinum einum og sér……þetta var orðið svolítið tætt í eldfasta forminu þegar ég fattaði það ;)
Í þetta fór:
1,4 kg af ýsu
5 egg
1 dl rjómi
2½ tsk paprikuduft
salt og nýmalaður pipar
Poki af pizzaosti
smjör og ólífuolía til að steikja uppúr
Hrærði saman eggjunum, rjómanum og kryddunum.
Smjör og olía hitað saman á pönnu, ýsan skorin í bita, velt uppúr eggjablöndunni og fiskurinn brúnaður báðum megin. Setti svo í eldfast mót.
Hellti afganginum af eggjablöndunni yfir fiskinn, setti ostinn og inní 180°C heitan ofn í 15 mín.
Hann er mjög bragðgóður en það varð mjög mikill vökvi í botninum á forminu……
Með honum bar ég fram paprikusalsa og smjörsteikt hvítkál.
Ég sá uppskriftina hér
Bakvísun: 11. nóv…..hreinsun dagur 2 | Lífið á Carb Nite