Súkkulaðimolar með strawberrie mousse fyllingu

Súkkulaðimolar

Uppskriftin sem ég sá er öðruvísi en ég breytti henni til að hún hentaði mér betur ;)

60 gr smjör
60 gr kakósmjör
4 msk kakó
30 ml Waldens Farm pancake syrup

Fylling
50 gr mjúkt smjör
30 gr rjómaostur við stofuhita
20 gr strawberrie mousse Nectar Protein

Bræddu smjörið og kakó smjörið saman í potti.  Hrærðu svo kakóið og sírópið útí og blandaði vel saman.  Þú getur notað stevíu ef þú vilt og finnur þá bara út sætumagnið, mér finnst bragðið af stevíu ekki gott þannig að ég notaði frekar síróp.
Ég mun líka prófa að nota bara 2-3 msk kakó næst, finnst svona mikið kakóbragð ekki heillandi ;)

Á meðan súkkulaðið kólnar aðeins hrærirðu vel saman smjörinu, rjómaostinum og próteininu.
Síðan setti ég súkkulaði í botninn á konfekt formi, skutlaði því í augnablik inní frysti til að það storknaði, setti svo jarðarberjafyllingu ofan á það og setti svo meira súkkulaði ofan á það til að loka molanum :)
Súkkulaðinu er gott að hella úr mjólkurkönnu td og fyllinguna úr rjómasprautupoka ;)

Úr þessu hjá mér urðu 15 molar.
Miðað við uppgefið magn í uppskrift eru hlutföllin í einum mola svona:

Fita 11 gr
Kolvetni 1 gr
-diatary fiber 1 gr
Protein 2 gr.

kakosmjor

3 hugrenningar um “Súkkulaðimolar með strawberrie mousse fyllingu

  1. Bakvísun: Dagur 8 í hreinsun | Lífið á Carb Nite

  2. Bakvísun: Dagur 9 í hreinsun | Lífið á Carb Nite

  3. Bakvísun: Föstudagur 3. okt | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s