Þetta er svakalega gott :) Mjööööög lágt í kolvetnum og tilvalið sem snarl eða millimál :)
60 gr hörfræ
170 gr sesamfræ
2 egg
1 dl eggjahvíta
65 gr gratín ostur, rifinn
Öllu blandað saman, skipt í tvennt á bökunarpappírsklæddar plötur og smurt út…..fannst gott að setja pappír ofan á og „strjúka“ því til þar til það var orðið eins þunnt og ég vildi.
Sett í 180°C heitan ofn á blástur í ca 10 mínútur, tekið út, skorið strax með pizzaskera td og látið kólna. Þetta varð að einhverjum 26-28 hlutum.
ÖLL uppskriftin, miðað við uppgefið innihald að ofan, skiptist svona:
Fita: 154 gr
Prótein: 87 gr
Kolvetni: 19 gr
– trefjar: 37 gr
Bakvísun: Sunnudagur | Lífið á Carb Nite
Bakvísun: 13. nóv…..hreinsun dagur 4 | Lífið á Carb Nite
getur maður mínusað þessar trefjar þegar þær eru ekki hluti af kolvetnunum?
Líkar viðLíkar við
Nei trefjar dragast ekki frá ef þær eru ekki þar af trefjar.
Þau fræ sem ég nota eru ekki með háa kolvetnatölu, þau eru víst rosalega misjöfn á milli framleiðanda eins furðulegt og það er :/
Líkar viðLíkar við