Þetta er frábært að elda í magni og frysta !
Úr einfaldri uppskrift fékk ég 15 múffur.
ca 1,2 kg kalkúnahakk
(2 pakkningar frá Ísfugli)
2 egg
1/3 bolli (60 gr) sólþurrkaðir tómatar
(af þeim sem voru til í búðinni var Ítalía merkið með lægsta kolvetnainnihald)
¼ bolli fersk basilika
1 dós litlar mozzarella kúlur (eða stærri kúlan…..þarft 180 gr)
½ tsk hvítlauksduft
salt & pipar
Láttu allan vökva renna af hakkinu.
Síjaðu olíuna af tómötunum og saxaðu þá smátt.
Saxaðu basilikuna og mozzarella.
Settu eggin í stóra skál og sláðu þeim létt saman með gaffli.
Settu svo restina af innihaldinu með og blandaðu vel saman með höndunum
(þarna koma einnota hanskar sterkir inn)
Spreyjaðu svo muffins form (ég á frá Wilton, 12 múffu form)
með Pam og dreifðu jafnt úr deiginu í formin.
Inní 205°C heitan ofn í 30 mín.
Taka út og kæla :)
Miðað við ofantalið telst P+F+K í einu stykki
Prótein: 5,9 gr
Fita: 4,5 gr
Kolvetni: 0,26 gr