Sá uppskrift af þessum á Carb Nite síðunni sem ég er á, á Facebook, en ég þurfti auðvitað að breyta aðeins ;) Það sem er hér undir er eins og ég gerði hann.
25 gr smjör
1 egg
½ dl rjómi
2 msk chia
smá dass af vanilludropum
smá sletta af WF pancake syrup
Kanill eftir smekk
Leggðu chia fræin í bleyti (getur þess vegna gert það kvöldinu áður í krukku…..settu bara nóg af vatni)
Bræddu smjörið í potti, hrærðu saman rjómanum og egginu og bættu svo útí bráðið smjörið, settu chia fræin útí það og hitaðu allt saman.
Bættu svo því sem þú vilt bragðbæta með, ég valdi þetta að ofan :)
Bakvísun: Sunnudagur 28. sept | Lífið á Carb Nite
Er hægt að græja þennan kvöldinu áður á einhvern hátt og taka með í vinnu?
Líkar viðLíkar við
Ég hef ekki prófað það, en það er um að gera að láta reyna á það :)
Líkar viðLíkar við
Ég geri alltaf vel af þessum graut 4-5 falda uppskrift og geymi i ísskáp og það er þrusugott að hita hann naðeins í öbbanum.
Líkar viðLíkar við
Ekkert mál að gera stóran skammt og geyma í ísskáp. Geri það iðulega :)
Líkar viðLíkar við