Kjúklingaborgarar

 

IMG_20141022_185812

Þessi borgarar eru svoooooooooooooo góðir !

IMG_20141022_185914

Ég notaði:
1 bakka af vænum kjúklingabringum (hann var 920 gr)
1 krukka festaostur (án olíunnar)
2 góðar msk rautt pestó (um 50 gr) Ég notaði frá Filippo Berio.
1 tsk sjávarsalt
1 egg (það var stórt og úr því komu 2 rauður)

Ég þverskar bringurnar til að hakkarinn myndi ekki kafna á þeim ;)
Hakkaði þær svo með hökkunargræjunum sem komu með hrærivélinni.
Notaði grófari hakkarann.

Blandaði svo restinni útí, breiddi plastfilmu yfir og geymdi í ísskápnum í ca 3 tíma.
Veit ekki hvort þess þurfi endilega, mér fannst deigið pínu blautt þegar ég setti það inn en það var það ekki þegar ég tók það út, þannig að kannski var það málið :)
Ég útbjó ss deigið fyrirfram og hafði þess vegna tíma til að kæla það.

Bræddi svo saman olífuolíu og smjör á pönnu, útbjó borgara með höndunum (hér er kostur að vera í einnota hönskum) flatti þá vel út og steikti þangað til þeir urðu tilbúnir……tók ekki tímann en kannski 4-5 mín á hvorri hlið……
Hver borgari vigtaðist á milli 120-130 gr fyrir steikingu og þetta var nóg í 10 stk :)

Bakaði svo oopsies og notaði sem „hamborgara brauð“ :)
Ég valdi BÓ sósuna með, hún er rosalega bragðgóð með borgaranum + það að hún er frekar lág í kolvetnum :)
Keypti hana í Bónus.

PhotoGrid_1414007302371

Smelltu til að sjá stærri

Ein hugrenning um “Kjúklingaborgarar

  1. Bakvísun: Miðvikudagur 22. okt | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s