Beikonvafin fetaostfyllt grísalund

1798242_10204188757771879_1199161920375497813_nÞetta fer klárlega í uppáhalds :)

Ég notaði:

2 Ali grísalundir, þær voru saman rétt rúmlega 1200 gr.
fetaostur í olíu, tæp krukka
1 bréf Ali beikon (uþb 300 gr)
1 box sveppir
½ líter rjómi
villisveppaostur, þessi hringlótti (getið notað hvaða ost sem er)
salt & pipar

Skar sveppina í sneiðar og reif niður villisveppaostinn.
Hreinsaði sinar af lundunum og skar svo rauf í þær, eins djúpar og ég þorði án þess að fara í gegn.  Setti svo slatta af fetaosti ofan í raufirnar.  Vafði svo beikoni þétt utan um lundina, og passaði að raufirnar myndu ekki opnast.
Brúnaði svo á frekar heitri, þurri pönnu og setti þær svo í eldfast mót og til hliðar.
Setti svo örlítið af smjöri á pönnuna, lækkaði hitann og skutlaði sveppunum útí…..svitaði þá aðeins og setti svo rjómann og villisveppaostinn útí.  Lét þetta malla aðeins og ég gleymdi að pipra og salta !  Það kom samt ekki að sök, sósan var æði ;)
Þegar osturinn var bráðnaður við rjómann, þá hellti ég þessu yfir lundirnar og setti þetta í 180°C heitan ofn í 30 mín.  Þar sem ég á ekki kjöthitamæli þá ákvað ég að þessi tími væri fínn og þær voru fullkomnar !

Ein hugrenning um “Beikonvafin fetaostfyllt grísalund

  1. Bakvísun: Sunnudagur 12. okt | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s