Rjómabúðingur Bjargar

13076760_10154094599104378_4389288170920071483_n

Á Facebook síðu Carb Næt birti Björg M þessa bjútífúl uppskrift af rjómabúðing sem hún gaf mér leyfi til að setja hingað inn :)
Sett inn nákvæmlega eins og hún gerði hann :)

1 dolla Mascarpone ostur (250g, 4g kolv)
2 dollur philadelphia ostur eða bara 300g rjómaostur (4g kolv, nema ef þið komist í laktósafrían þá eru bara 2g kolv minnir mig)
500g rjómi (2,9 kolv)
100g sukrin melis
65-80g walden Farms sýróp, ég nota yfirleitt karamellu og smá pönnuköku, en súkkulaði kom líka mjög vel út.
150g eggjahvítur (1,2g kolv)
pínu kakó

ca.2,9g virk kolvetni í 100g.

Ég mæli með að taka mascarpone ostinn út úr ískápnum svona klukkutíma áður en þig gerið þetta svo hann sé orðinn mýkri, til að koma í veg fyrir kekki.

Ég þeyti rjómaostinn og mascarpone ostinn saman. Bæti svo sukrin við og þeyti. Bæti svo rjómanum við (varlega svo það slettist síður). Þeyti þar til orðið þykkt og rjóminn alveg að smella. Bæti svo WF sýrópunum við og þeyti saman,
Svo er að stífþeyta eggjahvíturnar. Ef þær eru ekki nógu vel þeyttar þá getur búðingurinn skilið sig.. en hann bragðast samt vel, svo ekkert stress. Blanda svo eggjahvítunum við, einn þriðja í einu, varlega með sleikju.
Ég deili svo búingnum niður í dollur og miðast við ca 80-100g í dollu (þá getur maður fengið sér smá þeyttan rjóma með). Strái svo kakói yfir hvern búðing. Við prófuðum kanil á súkkulaði búðinginn + kakó og það var geggjað.
Vanalega eru þetta svona 12-14 dollur.

Þetta geymist alveg í rúmlega viku í ísskápnum