Kjúklingalundir í texmex ostasósu

13240609_10208490752519059_502713151623730769_n

Ó mæ hvað þetta varð að góðum rétti :)

Það sem ég notaði var:
2 bakkar kjúklingalundir
1 bréf bacon (16 sneiðar)
1 bakki sveppir (skornir í báta)
1 poki smátt skorinn rauðlaukur (250 gr, hægt að kaupa frosið í Bónus)
ca 400 ml rjómi
1 askja af texmex smurosti
1 poki spínat
13240698_10208490416670663_7037731955988055834_n

Við settum ca 3 msk af kókosolíu á vel heita pönnu og brúnuðum lundirnar
(krydda með salti og pipar)
Bættum svo skornu baconi, sveppunum og lauknum útí.
Bræddum smurostinn á meðan í rjómanum og helltum því svo útí og spínatið í restina.
Hitinn þá lækkaður og leyft að malla undir loki á meðan spínatið sauð niður og lundirnar fullelduðust :)

Við vorum 4 fullorðin í mat og það er kannski nægilegt nesti fyrir mig og bóndann eftir ;)