Blómkáls/brokkólígrjón

IMG_20160427_185307

Þetta er rosagott meðlæti, og verður svolítið að mallast til,
þeas að þetta verður aldrei eins ;)

Lítill haus af blómkáli og álíka magn af brokkolí.
½ gulur laukur eða 1 lítill
kjúklingasoð
kókosolía
salt & pipar

Blómkálið og brokkolíið grjónað í matvinnsluvél.
Ég setti 2 msk af lyktar- og bragðlausri kókosolíu í pott og sett smátt skorinn laukinn útí og lét malla í góða stund.
Setti svo B+B útí og bætti við ½ bolla af kjúklingasoði.
Setti lok á að lét malla í einhverjar mínútur.
Kryddaði með S+P
Sigtaði svo vökvann frá :)