Brokkolí skorið í bita og soðið í ca 2 mín í léttsöltuðu vatni.
Sigtaðu svo vatnið vel frá.
Beikonkurl steikt á pönnu og sett til hliðar.
Smörklípa á pönnuna (væn klípa)
og brokkólíið og vorlauk skellt útí og steikt aðeins.
Allt sett í eldfast mót, gratínost yfir og ég setti smá Prima Season All yfir allt og svo inní ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Alger unaður og fráááábært meðlæti :)