Rjómaosta-eggjapasta

13133386_10208348137593775_861127917990149356_n

Ohhh þetta er svooo gott :)

Ég á nutribullet sem ég blandaði þetta í, en endilega notaðu handþeytara eða blender ef þú átt ekki bulletinn :)

2 egg
40 gr rjómaostur (þessi í stóru bláu öskjunni)
klípa af salti
klípa af hvítlauksdufti
smá af svörtum pipar.
Þarna verður hver og einn að meta magnið ;)
Öllu blandað saman, þetta verður þunnt.

Ofninn hitaður á 160°C.
Ég smjörsmurði form sem var heldur langt í þetta, myndi nota ca 20 x 20 cm form næst.
Setti inní ofn í 8 mínútur, tók út og leyfði að kólna í forminu í 5 mínútur.
Losaði undir „pastanu“ með spaða og færði yfir á bökunarpappír.  Rúllaði þessu svo upp, eins þétt og ég þorði, og skar í ræmur, svona eins og skera jólakökudeig haha :)
Ræmurnar eru svo losaðar í sundur og borðaðar með bestu lyst :)

Það er líka örugglega hægt að setja álpappír eða bökunarpappír undir í formið, þarf að prófa það.

Með þessu útbjó ég smá sósu….
60 gr beikon smurostur bræddur upp í smá rjómaslettu.
3 beikonsneiðar steiktar og bornar fram með :)