Frábær hakkréttur

IMG_20141021_193306

Hann er ekkert augnayndi þessi, en bragðið bætir það svo margfalt upp :)

Við erum 5 í heimili og ég notaði:
1 og ½ kg nautahakk
½ lítinn haus hvítkál
1 græna papriku
2 rauðlauka
ca 150 gr smjör
1 piparost
1 papriku smurost
½ líter rjóma
1 krukku fetaost í olíu

Ég hitaði ofninn á 190°C.
Steikti hakkið á pönnu, kryddaði það með fajitas kryddi sem ég átti og season all.
Skar grænmetið í ræmur, bræddi smjörið í potti og steikti grænmetið uppúr því.
Reif svo piparostinn á rifjárni (eingöngu til að flýta fyrir bræðslu) og setti hann, ásamt papriku smurostinum og rjómanum í pott og bræddi saman.
Blandaði saman hakkinu og grænmetinu og setti í eldfast mót, hellti svo rjómaostablöndunni yfir…….og fetann yfir það :)
Notaði ekki olíuna, nema það sem fylgdi með á gafflinum, ég hellti ekki úr krukkunni :)
Inní ofn í ca 10 mín……bara þegar ég sá að fetinn var bráðnaður :)

PhotoGrid_1413921877743

Afgangurinn myndi kannski duga fyrir okkur hjónin í hádegismat á morgun ;)

Vinkona mín sendi mér þessa uppskrift og ég veit því miður ekki hvaðan hún kom.

3 hugrenningar um “Frábær hakkréttur

  1. Bakvísun: Þriðjudagur 21. okt | Lífið á Carb Nite

  2. Bakvísun: Miðvikudagur 22. okt | Lífið á Carb Nite

  3. Bakvísun: Fimmtudagur 23. okt | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s