Jæja þá byrjar fjörið :)
Ég steig ss ekkert á vigtina síðan á sunnudaginn og borðaði allt sem mig langaði í. Fór td í bíó í gærkvöldi og þar var popp og kók og fyrir bíó var pizza á Pizza Hut !
Hélt samt í að fá mér ekkert strax á morgnanna…..er farin að drekka kaffi daglega (hvern hefði grunað það ?!) og er búin að éta slatta af kolvetnum síðan á sun.
Munurinn á vigtinni á þessum dögum var slétt kíló upp. 1 kg þyngri í dag en á sunnudaginn.
Ég endurstillti teljarann hérna til hliðar miðað við töluna í morgun :) Hana mun ég miða við :)