Dagur 1 í hreinsun

Er búin að bíða spennt eftir þessum degi :)  Er ss í dag formlega byrjuð í hreinsun :)  Fór með húsbandinu á fyrirlestur hjá Sibbu og Edda í Fitness Sport á þriðjudaginn og það var mjög fróðlegt.  Hvernig getur það klikkað, þegar maður má borða fullt fullt af góðu ?  Sósurnar og beikonið og mæjónesan og…..og……. !!

Ef maður klúðrar þessu þá er maður asni !  Er sem betur fer ekki mikil kökukerling og nammið get ég alveg látið eiga sig…..yfirleitt ;)
Húsbandið ætlar líka í hreinsun, hann steig á vigtina í morgun áður en hann rauk út, og ég heyrði bara „andskotinn“ þegar hann hröklaðist af henni hahaha :)  Hann sá tölu sem hann hefur aldrei séð….og svo fylgdi í kjölfarið „ef það er ekki komin tími til að hætta að éta eins og svín !“  Hann gæti lifað á mæjó og kaffi……en það fylgir því yfirleitt brauð, þannig að það verður áskorun fyrir hann :)

Nóg um það, sl nótt svaf ég frá kl 0030-0710.  Þetta fór í vömbina í dag:

Klukkan 0730
Kaffibolli með skvettu af rjóma

 Klukkan 1000
20 gr wild grape nectar með dass af rjóma
eeeelska bragðið af þessum nectar

 Klukkan 1230
4-5 bacon sneiðar
CLA, multi vít og omega3+d-vít

Klukkan 1400
Misheppnað oopsies á meðan ég bakaði annað

Klukkan 1430
2 litlar oopsies með smjöri, skinku og osti og 1 brúsi mineral drykkur (800 ml)

Klukkan 1700
4 litlar og aumingjalegar beikon sneiðar
(Var að steikja fyrir kvöldmatinn)

Smella fyrir uppskrift

Smella fyrir uppskrift

Klukkan 1900
Kjúklingasalat með beikoni og avocado, og MCT olía (gleymdi henni í hádeginu)

 Klukkan 2115
skyr.is með vanillu og rjómi útá

Magnesium fyrir svefninn.

Var ekki nógu dugleg í vatninu í dag, verð að laga það.

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s