Kjáninn ég ! Þegar maðurinn minn kom heim, frekar seint í gærkvöldi, þá sá hann nýju kaffigræjuna og við auðvitað þurftum að vígja hana. Fékk mér ss einn kaffi með rjóma og kókosolíu rétt fyrir 11 í gærkvöldi, og ég sem drekk ekki kaffi öllu eðlilega !
Að sofna eftir það…..well það gekk seint og illa. Svo loksins þegar ég sofna, þá vaknar yngsti stákurinn og vekur mig (um kl 2:30), og ég lá andvaka til að verða 5 !
Þurfti svo að smala liðinu út fyrir 8 í skólann.
Náði að sofna í 2 tíma í dag sem var nauðsyn því ég er að byrja á næturvakt eftir sumarfrí ;)
Ég ætla ekki að byrja í hreinsun fyrr en eftir fyrirlesturinn í næstu viku, en ég ætla fram að því að tileinka mér smá og smá í einu, til að þetta verði auðveldara :)
Það sem ég setti ofan í mig í dag:
Klukkan 8:30
Kaffibolli með msk rjóma og ½ tsk kókosolíu
Klukkan 11:30
15 gr nectar, blandað í 200 ml af vatni og 30 ml af rjóma.
(Note to self…..ekki nota blandarann með rjómann útí haha)
Klukkan 13:30
170 gr kjúklingur, 30 gr (2 msk) Hlöllasósa og salat
(iceberg, rauð paprika, 2 litlir sveppir)
CLA, MCT, omega3+D-vit, og fjölvítamín
Klukkan 16:30
85 gr skyr.is m/vanillu + 15 ml rjómi
Klukkan 20:30
160 gr purusteik, salat (iceberg, gúrka, örlítið af papriku) og 30 gr bernaise sósa
Drakk ekki meira kaffi en þennan eina bolla í morgun, vissi að ég þyrfti að sofna og ætlaði ekki að taka sénsinn. Eins með vatnið, drakk um 1½ líter.
Ég held að miðað við þetta sé ég vel undir 30 gr í dag :)