Ég er rosalega gjörn á að hengja mig í töluna á vigtinni. Og er eflaust ekkert ein um það, þyngd er einhvern veginn ósjálfráður mælikvarði fyrir mig hvort ég upplifi mig feita eða ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er „of þung“, ég sé það á líkamanum og svo er þessi tala á vigtinni að flækjast fyrir mér ;)
Þegar maður er að æfa, lyfta, þá er glatað að vera fastur í tölunni á vigtinni án þess að gera sér grein fyrir því að vöðvar eru þyngri en fita ! Þú getur djöflast á lóðunum eins og enginn sé morgundagurinn, séð þig minnka, en kílóin hreyfast lítið niður á við og fyrir suma er það ekki að gera sig, þeir gefast upp. Það er ekkert leyndarmál að fita er umfangsmeiri en vöðvar, en það vill gleymast ;)
Ef þú gleymir þér, mundu þá þessa mynd:
Þetta er svolítil sjónhverfing, hvernig maður sér fólk og hvort maður sér það í góðu formi.
Þú getur sett fullt af fólki hlið við hlið, mismunandi í hæð og líkamslögun, mismunandi fitu og vöðvahlutfall, en allir eru í sömu þyngd.
Allar þessar konur eru sagðar vera 154 pund sem er rétt innan við 70 kg (69,8)
Þegar ég byrjaði hreinsunina fyrir 7 dögum síðan, þá bæði vigtaði ég mig og mældi mig með málbandi. Ég ætla að gera mitt besta til að MUNA að vigtin segir ekki allt, hlusta betur á líkamann, og gefa mér tíma ! Ég bætti þessu ekki á mig á viku og get ekki ætlast til að losna við fituna á korteri ;)
Ég á pottþétt eftir að gera einhver mistök, ég legg ekki upp með það að mistakast, en geri mér grein fyrir að ég er bara mennsk :)
Vigtin segir þér einungis hvernig samband þitt við þyngdarafl jarðar er. Segir ekkert um vellíðan, ummál, hreysti, styrk, fitu% osfrv.
Að miða vellíðan sína við tölu á vigt er bilun… sem við öll lendum í á einhverju tímabili :)
Gefðu þér tíma, góðir hlutir gerast hægt :)
Þú ert þess virði !