Dagur 6 í hreinsun

….og hleðslan nálgast eins og óð fluga !
I spoke to soon í gær þegar ég sagðist ekki fá hausverk eins og eiginmaðurinn……ég vaknaði með einn hressilegan !  En held að það sé frekar af svefnleysi en af breytingu á mataræði.  Ég fór líka út í þetta bloggdæmi til að halda utan um reynsluna af þessu, bæði fyrir mig og kannski ef það gæti komið öðrum af stað eða verið stuðningur fyrir aðra.  Þess vegna verð ég að setja allt hérna, líka það sem mér finnst ekki svo spennandi lesning fyrir
ykkur ;)  Í gær og í fyrradag var ég með óþægindi í maganum, ekki illt en svona pílur, og…….ja ég ég skal bara orða það svo að ég þorði ekki að prumpa öðruvísi en á klósettinu !  Ég var ekki viss hvort þetta væri einhvað útaf breyttu mataræði (viðbrögð kerfisins við aukinni fitu osfrv) eða hvort ég væri hreinlega að fá einhverja pest.  Þannig að ég spurði Sibbu og hún ráðlagði mér að minnka MCT olíuna (tók 1 msk en minnka í 1 tsk) og magnecium-ið (skammturinn var 3 töflur en ég minnka í 1)  Þannig að…..ef þið upplifið eitthvað álíka, farið þá rólegar í inntöku svona, ef þið takið það á annað borð.  Þetta gæti líka hreinlega verið útaf kaffinu sem ég hef ekki drukkið fram að þessu.  Eiginmaðurinn er ekki að finna fyrir svona, en hann er líka svelgur á kaffi og er ekki að taka magnecium eða MCT.

Eníweys……..talandi um brainfart !  Ég var að fá mér kaffi í morgun, svo horfi ég á bununa úr vélinni (Senseo) og var eins og í slow motion mynd að kveikja á því að ég gleymdi að setja bollann undir til að taka við kaffinu !!!  Þannig að…..gleymin og slow í dag ;)
Það er allt í góðu, ég er ljóshærð og get eflaust komist upp með það ;)

Ég verð líka að koma því að ég var hrikalega dugleg í dag að eigin mati.  Í vinnunni minni er slökkvilið og ég telst til þess og í dag var æfing.  Eftir æfinguna var kaffi og meððí í mötuneytinu, alls konar brauð, svínarúllupylsa, ostur, gúrka og tómatar, og hjónabandssæla !  Ég er ekki svakaleg kökukelling en hjónabandssæla með ískaldri mjólk er æði.  En duglega ég rúllaði upp osti með rúllupylsu og gúrku !

Svona var dagurinn:

Klukkan 0030 (fyrir svefn)
1 magncium+calsium

Svefn frá kl 0045-0700

Klukkan 0730
½ líter af vatni, kaffibolli með 1 tsk MCT olíu.

Klukkan 1000
Kotasæluhusklummur, með osti og spægipylsu, og slummu af Hlöllasósu.
½ líter af vatni.

Klukkan 1200 (fyrir slökkviliðsæfingu)
1 eggjamúffa (í henni var skinka og vorlaukur), beikon og 700 ml vatn.
CLA, omega3+D-vit, multivit

Klukkan 1530 (eftir slökkviliðsæfingu)
3 svínarúllupylsur, 4 ostsneiðar, 2 tómatsneiðar og nokkrar gúrkusneiðar.
½ kaffibolli (þetta var ekki gott kaffi)

IMG_20140916_200919 Klukkan 2020 (kvöldvakt)
Pörusteik með salati og bernaise, 800 ml vatn.

Einhvers staðar þarna inná milli drakk ég 2 kaffibolla með kaffirjóma.

2 hugrenningar um “Dagur 6 í hreinsun

  1. Hæ hæ! Mér finnst æði að fylgjast með blogginu þínu. Er einmitt nýbyrjuð á þessu mataræði líka. Bloggið þitt á nú fast sæti á netrúntinum á morgnana ;)

    Líkar við

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s