Þetta skröltir áfram :) Mér finnst samt pínu að þessi óreglulegi svefn minn í vaktatörn sé að vinna gegn mér. Og það er ekkert skrítið, líkaminn þarf að ná almennilegri hvíld og ég næ því ekki í 5 daga á 5 daga fresti (vinn 5 daga, frí 5) En það þýðir ekkert að gefast upp :)
Ætli það sé eðlilegt að dreyma um þetta líka ? Dreymdi í nótt að það var verið
að fara yfir daginn hjá einum manni (sem ég veit ekkert hver er) og hann var alltof hár í kolvetnum eftir daginn. Hann hafði skráð hjá sér alla neyslu, og allt næringarinnihald fylgdi með.
Hann hafði sett slátur í hádeginu og ég gargaði á hann að þetta væri alltof hátt,
65 gr af kolvetnum fyrir SLÁTUR !!
Eiginmaðurinn horfði skringilega á mig þegar ég fór að röfla um hátt slátur þegar ég var að vakna hahahaha :)
Í dag var ég á fyrri dagvakt (kl 8-16)
Klukkan 0030 (fyrir svefn)
Magnescium+calcium
Svefn frá kl 0045-0645
Milli klukkan 0700-1000
2 kaffibollar, 1 með smá rjóma, hinn með kaffirjóma.
½ líter vatn, 1 tsk MCT olía
Klukkan 1040
½ lítil dós vanillu skyr.is með smá rjóma
Klukkan 1245
Reyktur lax (uþb 170g), hálfur lítill haus af hnúðkáli og smá paprika. Sprautaði smá bernaise yfir (sósan kom vel út með laxinum)
CLA, omega3+D-vit, multivit
Ég notaði lax frá Ópal Sjávarfangi, þeir nota ekki sykur í reykinguna.
Klukkan 1500
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati frá Sóma,
½ líter af rassberja mineral útí bláan kristal
Klukkan 1900
Parmesan ýsa, með smjörsteiktum hnúðkálsstrimlum og soðnu brokkólí.
(Rosalega góður réttur)
Klukkan 2130
Þeyttur rjómi með Walden Farms karamellu sírópi.
Þetta er alveg eins og ég man eftir búðing í gamla daga :)
Held ég hafi ekki náð 1½ líter af vatni í dag