Dagur 7 í hreinsun

Þetta skröltir áfram :)  Mér finnst samt pínu að þessi óreglulegi svefn minn í vaktatörn sé að vinna gegn mér.  Og það er ekkert skrítið, líkaminn þarf að ná almennilegri hvíld og ég næ því ekki í 5 daga á 5 daga fresti (vinn 5 daga, frí 5)   En það þýðir ekkert að gefast upp :)

Ætli það sé eðlilegt að dreyma um þetta líka ?  Dreymdi í nótt að það var verið
að fara yfir daginn hjá einum manni (sem ég veit ekkert hver er) og hann var alltof hár í kolvetnum eftir daginn.  Hann hafði skráð hjá sér alla neyslu, og allt næringarinnihald fylgdi með.
Hann hafði sett slátur í hádeginu og ég gargaði á hann að þetta væri alltof hátt,
65 gr af kolvetnum fyrir SLÁTUR !!
Eiginmaðurinn horfði skringilega á mig þegar ég fór að röfla um hátt slátur þegar ég var að vakna hahahaha :)

Í dag var ég á fyrri dagvakt (kl 8-16)

Klukkan 0030 (fyrir svefn)
Magnescium+calcium

Svefn frá kl 0045-0645

Milli klukkan 0700-1000
2 kaffibollar, 1 með smá rjóma, hinn með kaffirjóma.
½ líter vatn, 1 tsk MCT olía

Klukkan 1040
½ lítil dós vanillu skyr.is með smá rjóma

IMG_20140917_123628
Klukkan 1245
Reyktur lax (uþb 170g), hálfur lítill haus af hnúðkáli og smá paprika.  Sprautaði smá bernaise yfir (sósan kom vel út með laxinum)
CLA, omega3+D-vit, multivit
Ég notaði lax frá Ópal Sjávarfangi, þeir nota ekki sykur í reykinguna.

Klukkan 1500
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati frá Sóma,
½ líter af rassberja mineral útí bláan kristal

IMG_20140917_191928

Smella fyrir uppskrift

Klukkan 1900
Parmesan ýsa, með smjörsteiktum hnúðkálsstrimlum og soðnu brokkólí.
(Rosalega góður réttur)

IMG_20140917_211111

Klukkan 2130
Þeyttur rjómi með Walden Farms karamellu sírópi.
Þetta er alveg eins og ég man eftir búðing í gamla daga :)

Held ég hafi ekki náð 1½ líter af vatni í dag

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s