Þessi dagur reyndi virkilega á mataræðið. Ég var mætt með systur mína á Landsspítalann kl 7 í morgun, þar sem hún var að fara í uppskurð, og við áttum von á að hún yrði útskrifuð fyrir kl 16. Klukkan er núna 2230, ég vaaaaar að koma heim og hún er ennþá á spítalanum. Ég tók með mér hálfa dós af skyri, borðaði úr mötuneytinu í hádeginu, og síðan ekkert fyrr en eiginmaðurinn kom með kvöldmat handa mér rúmlega 19:30. Það var svosem nóg að borða þarna, samlokur og snakk og sykraðir jógúrt og skyr drykkir og gos og ávextir og alls konar drasl ! Það var ÓGEÐSLEGA ERFITT að freistast ekki til að fá sér bara eina samloku til að redda þessu……en ég stóðst það !
Svefn frá kl 2210-0530
Klukkan 0915
½ vanillu skyr.is með rjóma
Klukkan 1145
Salatbakki úr mötuneyti LSP
(2 egg, brokkólí, túnfiskur, kotasæla, kál, paprika)
Klukkan 1940
Nautakjöts feta salat af Serrano
(Salatblanda, nautakjöt, steikt grænmeti, svartar baunir,
pico de gallo, feta ostur og sýrður rjómi)
Klukkan 2245
Ostabeikonsnakk
Magnecium+calcium fyrir svefninn