SPENNTU BELTIÐ !!

Ég ætlaði mér aldrei að nota þetta bloggsvæði sem eitthvað annað en það sem snéri að mataræðinu og líðanina á því.  En óhjákvæmilega gerast hlutir sem hafa áhrif á þá líðan og geta auðveldlega hent allri staðfestu útum gluggann.

Í gærkvöldi var hringt í mig af bráðamóttökunni í Fossvogi, 17 ára sonur minn og vinir hans, lentu í árekstri, þegar þeir voru að koma úr paintball á leiðinni að fá sér að borða.
Hann var eitthvað lemstraður en hinir sem betur fer nokkuð heilir, og ég spændi af stað. Hringdi í vinnuna og þar var mér reddað næturvaktinni (ég á dásamlega samstarfsmenn).

Þegar ég kom í Fossvog voru 2 strákanna farnir heim með pabba annars þeirra, og aðrir 2 biðu ásamt mömmu eins þeirra eftir að ég kæmi.  Mikið afskaplega fannst mér það fallegt, að sonur minn væri ekki skilinn einn eftir.  Hann var í skoðun og niðurstaðan var að hann hafði tognað í mjóbaki og mætti eiga í því í soldinn tíma, hann var með hausverk þar sem hann skall upp í loftið og svo í hliðarrúðuna (hann sat ss fyrir aftan bílstjórann) hann svimaði eitthvað og þurfti að fá friðarpípu (hann er með astma).
Hann auðvitað skalf eins og lauf í vindi.
Þeir voru allir í belti, en báðir bílarnir voru dregnir í burtu.
Sjá frétt á mbl

Við stoppuðum á N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði áður en við fórum brautina heim, þar sem þeir lenda í þessu áður en þeir náðu að komast á staðinn til að borða og hann var svangur.  Þarna var púlsinn hjá mér farinn að fara aðeins niður…….en mikið svakalega sem það var erfitt að fylla ekki alla vasa af sælgæti eða fá mér pylsu eins og hann gerði !  Ekki bjóst ég við þessu !  Þetta bara helltist yfir mig á meðan við stóðum þarna……löngunin í nammi til að „hugga mig“.  Ég gerði það samt ekki, fékk mér bláan kristal og beit á jaxlinn.

Á leiðinni heim stóð honum efst í huga þakklæti fyrir að ekki fórr verr, og óendanlegt þakklæti fyrir að hafa verið í belti.
Þessi litla athöfn að teygja sig í beltið, draga það yfir líkamann og festa það !

stock-footage-seat-belt-buckle-up

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s