Þegar ég kom heim af kvöldvakt í gærkvöldi var eiginmaðurinn nýlega kominn heim og hann var búinn að baka beikonaspas handa okkur. Þannig að um 0030 var ég að japla á svoleiðis :)
Verið roooosalega dugleg að drekka vatn eftir hleðsluna, alla daga reyndar, en sérstaklega eftir hleðslu. Mæli mikið með þessu appi hérna, Water your body.
Smelltu til að fara beint á það á google play. Hef ekki fundið þessa útgáfu fyrir iphone, en eflaust hægt að fá svipað.
Maður setur inn að mig minnir kyn, hæð og þyngd og hann minnir þig á með hljóði á klukkutíma fresti. Einfalt að breyta mælieiningunum sem eru á glösunum….ég mældi hvað glösin mín taka og hvað brúsinn minn tekur og breytti upplýsingunum :) Ef þú átt android síma, þá mæli ég með að þú skoðir þetta :)
Ég drakk 4,45 lítra af vatni í dag.
Svefn 0115-0730
Fastan
Eplaedik í vatni, kaffi með rjóma
Klukkan 1050
Nectar prótein með rjóma, trefjatöflur
Klukkan 1200
Subway kjúklingasalat + beikon
(ostur, kál, gúrka, paprika, bananapipar, ostasósa, parmesan)
Klukkan 1530
2 x skinkusneiðar, 2 x ostasneiðar, 2 x hangikjötssneiðar
(fundur í vinnunni og ég stóðst sjónvarpskökuna sem var í boði)
Klukkan 1900
Kjúklingur, græn paprika, zucchini og Hlöllasósa
Trefjatöflur, CLA, omega3+D-vit, multivit
Klukkan 2130
Harðfiskur með smjöri