Ef þú ert að sækjast eftir ketógenískum áhrifum þá heldurðu þér í sem lægstu kolvetnum yfir daginn. Ekki bara yfir daginn heldur líka í hverri máltíð. Undir 5 gr per 100 gr telst sem lágkolvetna í innihaldslýsingu, og talað er um að miða við 5-6 gr per máltíð. Inneign á kolvetni myndast ekki í lok dags…….ef þú hefur verið lág í gegnum daginn þá áttu ekki inni fyrir kolvetnaríkara kvöldsnarl :)
Ketógenísku áhrifin eru hæst að morgni og þau áhrif brenna fitu eins og enginn sé morgundagurinn. Ef þú borðar morgunmat fljótlega eftir að vakna þá minnka þessi áhrif.
Kortesol er hormón sem elskar að setja fitu á kviðsvæði…. þetta hormón dregur líka úr meltingargetu. Það er í hámarki ca 30 mínútum eftir að maður vaknar og er fallið eftir 2-3 tíma. Þetta er ástæðan fyrir að ég borða ekki morgunmat strax og ég vakna.
Kaffi með rjóma (bara rétt til að lita), systir mín notar kókosolíu og það er líka ok :)
Koffín er frábært á morgnana því það eykur fitubrennsluáhrif kortesols.
Vatn er að sjálfsögðu alltaf í lagi og eins te ef þú drekkur alls ekki kaffi.
Síðan eftir 2-3 tíma þá er það morgunmatur :)
Ef þú sérð mig tala um „föstuna“ þá er það þetta tímabil……þeas fyrstu tímarnir eftir að vakna :)
Fastan má vera lengri, en þó hámark 14 klst.
14 klst það er að segja frá síðustu máltíð að kvöldi að fyrstu máltíð að morgni.
Þess vegna er mikilvægt að borða seinnipart kvölds.
Það er miðað við að það sé ekki lengra en 14 tímar til að koma í veg fyrir niðurbrot vöðva :)
Hæ hæ! Gaman að sjá blogg frá þér. :) Kíki reglulega hér inn! Mig langar örlítið til þess að forvitnast um það hvernig þér gangi á Carb Nite þessa dagana? :)
Líkar viðLíkar við
Ég tók pásu…..stefni á nýja hreinsun fljótlega
Líkar viðLíkar við
Sama hér. Er að reyna að taka mig saman í andlitinu núna. :)
Líkar viðLíkar við
Ég skil ekki af hverju ég er að mikla þetta svona fyrir mér. ….leið vel á CN
Líkar viðLíkar við