Jæja ! Ég veit ekki hversu oft ég hef HUGSAÐ um að koma mér aftur á CN……en hugsunin nær ekki framkvæmd. Það er alltaf eitthvað sem ég hef fundið sem afsökun tiil að fresta því…..það voru jólin og svo var eitthvað og svo eitthvað annað…..og flest allt bara kjaftæði ! Allt til að forðast það að taka ábyrgðina á eigin líðan og bara drullast til að framkvæma ! Mér leið nefnilega rosalega vel þegar ég var á CN og skil ekki hvað ég var að forðast.
Það var verið að ferma hjá okkur í gær (miðuðum við að byrja eftir fermingu)
og á morgun er fyrsti í hreinsun !
Þetta verður löng hreinsun og hleðsluna ætla ég að taka öðruvísi núna en síðast. Ég hlóð mikið í nammi og rusli síðast, leið ömurlega af því en sótti í það samt, en ætla að nota mat í meira magni í hleðslu núna. Kartöflur og grjón og þess háttar.
Er búin að rífa fram Nutri Bullettinn sem var kominn inní búr og er að undirbúa mig, skoða uppskriftir og gera innkaupalista :)
Ég hlakka til að líða betur :) :) :)