Fyrstu innkaupaferð lokið :)

Uppgefin í löppunum eftir umstang síðustu daga fyrir ferminguna, var ég búin að sjá fyrir mér að ég ætlaði sko ekki að gera NEITT í dag nema hlamma mér í lata strákinn og hafa það notalegt.  En ég hafði það af að klæða mig og skunda í búðina…..vopnuð debetkortinu og húsbandinu.
Ísskápurinn lítur svooooo vel út núna :)  Fyrir utan matarafganga úr veislunni (hamborgarhryggur, kalkúnabringa og BBQ kjúllaleggir fyrir krakkana) þá er restin nokkurn vegin svona:
Beikon
egg
smjör
rjómi, og kaffirjóma (fyrir vinnuna)
rjómaostur
beikon
avocado
vorlaukur
möndlumjólk
mæjónes
túnfiskur (ok ekki í ísskápnum en var keyptur)
spægipylsa
ostur (keypti Gotta, hann er með 30% fitu)
og ekki má gleyma beikoninu !

Þetta ætti amk að duga fram að hádegi á morgun hahaha :)
Er að hugsa um að útbúa Fetabollur annað kvöld……við eigum hakk í frystinum og slatta af fetaosti sem gekk af í veislunni :)
Um að gera að nýta hann…….ætla svo að frysta kryddolíuna sem hann er í og eiga til að steikja með og bragðbæta :)

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s