Vorhreinsun – Dagur 1 !

Ég held það sé óhætt að segja það að síðasti í sukki hafi verið tekinn með trukki um helgina.  Var ekkert að borða svo mikið þannig séð, en notaði sko hvert tækifæri til að hella mér meira kóki í glas (er kókfíkill fyrir allan aurinn).  Hvítt brauð með salati og kartöflusalat með matnum og snakk og eitthvað svona rugl.  Magnað samt hvað mig hefur ekkert langað í nammi undanfarið…..hef ekki etið svoleiðis síðan um páskana held ég.

En svona leit þessi fyrsti dagur nýs upphafs út:

Svefn frá kl 0125-0650

Fastan:
2 x kaffi með rjóma

 kl 0945
Smoothie
(½ lítil vanillu skyr.is, ½ lítið avocado, 20 gr bláber, 50 ml ósæt möndlumjólk og vatn)
3 x Eve vítamín frá Now

kl 1230
Scrambled eggs
(4 egg, smá rjómasletta, ½ tsk dijon, 1 stilkur vorlaukur, smá gratínostur, salt & pipar)
Deildi þessu með miðju syni mínum.
3 sneiðar af beikoni
½ lítið avocado

shot_1459774443386

Seinnipartur
2 ostsneiðar

Kvöldmatur
Fetabollur ! :)
Bætti vorlauk í hakkdeigið, og bar fram með piparostasósu og smjörsteiktu hvítkáli.

Kvöldsnarl
Strawberrie Mousse Nectar prótein, blandað með vatni, klakamolum og dass af rjóma.

Vatnsdrykkja dagsins endaði í 2,3 lítrum !
Ég blandaði í líters könnu og setti í kælinn……½ niðursneidd sítróna, ca 5 cm niðursneiddur bútur af gúrku, og raspaði ca 2 cm engiferbita útí líka.
Þetta er ss inní þessum lítrafjölda :)
Það voru actually átök í morgun að fá mér ekki kók en ég hafði það af að sleppa því :)

Degi 1 í hreinsun er hér með formlega lokið, og ég er ógó ánægð með sjálfa mig :) :) :)

yes-i-did-it-rectangle-decal

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s