Þetta er soldið svoleiðis, ég er ekki í megrun, ég er að breyta um lífsstíl og ætla mér að hafa hann til frambúðar :)
Mér finnst svo skondið að fólk fettir nefið yfir því að maður sleppi kartöflum eða borði ekki brauð eða pasta og vandi valið á því sem maður setji ofan í sig, á meðan sama fólkið sagði ekkert við því ef maður fékk sér franskar og sveittan borgara eða var með kók alltaf.
En ég skal sko sýna þeim ;)
Ég ætla að borða mig í betri kropp :)
Ég var á hoppi í dag, sem þýðir næturvakt og svo kvöldvakt 8 tímum seinna.
Kl 0315 (næturmötuneyti)
2 x ostarúllur með spægipylsu
1 harðsoðið egg
Kl 0630
½ kjarnhreinsuð gúrka með laxa- og rækjusalati
Svefn frá 0845-1330
Fastan
2 x kaffi með rjóma
Kl 1640 (kvöldvakt)
2 bitar af ostahrökkkexi með laxa- og rækjusalati
Kl 1900
LKL salat frá Serrano
Kvöldsnarl
Harðfiskur og smjör
Vatnsdrykkjan fór í 2,8 lítra :)