Ég er ennþá á lífi :)
Þurfti bara að taka smá pásu frá því að setja inn á hverjum degi ;)
Það hefur gengið ágætlega hjá okkur hjónunum. Förum til þjálfara 2-3 í viku (fer eftir vinnuplani) og er að rembast viðað koma inn að hreyfa mig eitthvað líka þegar ekki er þjálfun hjá honum.
Í síðustu viku fór mataræðið í soldið rugl…….afi minn dó og það kallaði á ferð vestur á firði og andlega hliðin í rúst.
Erum að halda okkur semi góðum fram yfir jarðarför sem verður núna á föstudaginn….
Er búin að setja mér markmið fyrir júlí, amk 30 mín hreyfing á hverjum degi, sama í hvernig formi hún er. Verðum í bústað fyrstu vikuna og tökum með okkur rúllu og sippuband og fl….engin pása þar ;)
Farið vel með ykkur ljúfur og ljúflingar….knúsið þá sem standa ykkur nærri, næst gæti það orðið of seint.