Gærdagurinn gekk bara ágætlega :) Kjúklingasalatið sem ég var með í gærkvöldi var æðislega gott, ég bjóst við að það yrði einhver afgangur fyrir húsbandið svo hann gæti smakkað líka (hann var ss að vinna á matartímanum) en neinei…..þetta dugði fyrir mig og 2 syni mína. Sá þriðji er afskaplega lítil kjötæta og
vildi ekki salat.
Dagurinn í dag leit svona út:
Svefn frá kl 2300-0730
Klukkan 0745
Kaffi með rjómaslettu
Klukkan 0900
Kaffi með MCT olíu
Klukkan 1000
Kotasælu og husk lummur + hálfur líter mineral drykkur
Klukkan 1330
2 sneiðar af Eggjahakkrétti og örlítið af Hlöllasósu með.
Klukkan 1700
Var í Kringlunni og fékk mér bernaiseborgara + beikon og gúrka.
Mínus brauð, franskar og gos. Skemmtilegur svipur sem ég fékk frá stráknum í afgreiðslunni :)
Klukkan 2045
Kjúklinga Fettuccine með rjómaostasósu
Klukkan 2330
15 gr nectar með ögn af rjóma
magnesium+kalk
Ég drakk svo ½ líter af bláum kristal með mineral útí (rasspberry) og meira af vatni heldur en í gær :)
Lítur girnilegt út. Hvernig smökkuðust husk lummurnar??
Líkar viðLíkar við
Þær voru góðar…..svipuð áferð eins og á venjulegum lummum…..ekki stífar eins og skonsur :)
Líkar viðLíkar við