
Á Carb Nite síðunni á Facebook kemur öðruhvoru upp sú spurning hvort það sé eðlilegt að konur þyngist í kringum blæðingar.
Og já, það virðist vera, konur eru að þyngjast frá 0-2 kg jafnvel, í kringum blæðingar.
Fyrir okkur konur sem höfum ekki lengur blæðingar þá er yfirleitt hægt að sjá á vigtinni hvar við værum staddar í tíðahringnum.
Ég fór í legnám 2013 en er ennþá með eggjastokkana og þar af leiðandi allan hormónabúskapinn ennþá, fæ „túrverki“ stundum og því fann ég fyrir í gærkvöldi.
Ég geri ekki ráð fyrir einhverjum risatölum á vigtinni á morgun….. :/
Svefn frá kl
01-0910
Fastan
2 x kaffi með rjóma
Kl 1115
Heitur chia grautur með salti, karamellusírópi og rjóma
Kl 1430
2 x mæjónesbrauð með japönsku mæjónesi og osti
Kl 16-17
Japlaði á purusnakki eftir að ég mætti í vinnuna
Kl 19 (mötuneytið)
1 sneið grísasnitsel, salat, gúrka, ½ tómatur
Prótein í vatni með rjóma eftir að ég kom heim á miðnætti
Vatnsdrykkjan var í 2,5 lítrum
Líkar við:
Líkar við Hleð...