Svona leið mér í gærkvöldi. Fannst alls ekki mikið magn sem ég borðaði, amk ekki á þeim mælikvarða sem ég hefði auðveldlega getað og gert áður, en á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi æla ! Fékk svona svakalega ógleðistilfinningu, kófsvitnaði og rauk inná bað…….en það lagaðist.
Fyrst fékk ég mér ss kleinuhring og berlínarbollu (vissi að kleinuhringurinn væri mjög hár í sykurstuðli og gerði ráð fyrir að bollan væri það líka…..svo var hún bara svo girnileg hahaha) Síðan fórum við eiginmaðurinn og systir mín á veitingastað hérna í Reykjanesbæ (við beint af Reykjanesbrautinni úr borgarferð og hann úr vinnunni í matartíma) og ég fékk með 9″ pizzu með skinku og ananas (eina sem ég gat hugsað mér á hana…..beikon og hakk og pepperoni er eitthvað sem ég get borðað alla hina dagana, plús það að ananas er frekar hár í sykurstuðli.) Ég rétt náði að merja ofan í mig hálfa pizzuna !
Drakk að vísu með henni stóra dós af kók.
Kom svo með systu minni heim (kallinn aftur að vinna) og opnaði stóran súkkulaðirúsínupoka. Gúffaði nokkrum svoleiðis í mig, eflaust um ¼ úr pokanum og fékk þá ógeð og henti restinni ! Svo átti ég lakkrísreimapoka sem ég opnaði, og við systur fengum okkur svoleiðis saman.
Við systurnar erum nefnilega algerlega á öfugum enda með það sem við getum/megum borða. Hún er með gallsteina og er að fara í aðgerð þar sem gallblaðran verður tekin, og má þar af leiðandi ekki borða neitt af þessari fitu sem ég er að borða. Og það sem hún er að borða er of hátt í kolvetnum fyrir mig. En lakkrísnum gátum við deilt ;)
Svo ákveð ég að fá mér bjór. Opnaði litla dós af Egils lite. Fékk mér nokkra sopa af honum og það var mómentið sem ég hélt að ég myndi gubba. Hætti því að drekka hann.
Svo seinna um kvöldið opnaði ég flögupoka, fékk mér eina og eina í einu, og hef kannski náð að éta 20 flögur þegar ég fékk nóg, var komin algjörlega með upp í kok af þessu áti. Henti honum líka.
Gleymdi svo að fá mér prótein fyrir svefninn sem ég hefði átt að gera.
Vaknaði svo þunn ! Eiginmaðurinn var farinn að vinna en kom heim um 10 leytið og var frekar tuskulegur. Hann nefndi það líka, að honum liði eins og í þynnku, doði og slen og frekar þungur á sér.
Við erum bæði búin að ákveða að tækla næstu hleðslu öðruvísi ;)
Það verður hver að finna út fyrir sig hvernig hleðsla hentar, hvað hver getur sett ofan í sig, og þetta í gærkvöldi er ekki að henta okkur.
Það er líka mikilvægt að muna að þetta snýst ekki um að gúffa í sig ómældu magni sykurs, heldur matvörum með háum sykurstuðli.
Gúgglaðu „matur með háum sykurstuðli (GI) og sjáðu hvað kemur, það mun eflaust koma þér á óvart hvernig sá listi er)