Það að sofa ekkert fyrir næturvakt er ekki góð skemmtun. Það er eiginlega bara hálf glatað. Og hættulegt……ekki gott að keyra Reykjanesbrautina hrikalega myglaður af syfju…..hvorki á leiðinni í vinnu né á leið heim í morgun.
Það reyndi svolítið á viljavöðva eiginmannsins í gærkvöldi. Hann fór með 2 eldri synina í bíó og á meðan þeir 2 tæmdu nánast bíósjoppuna, sat minn vogalega agaður með bláan kristal og fékk sér ekkert popp. Og trúið mér, strákarnir hefðu sko kjaftað frá hefði hann fengið sér ;) Það kemur mér soldið á óvart hvað hann er staðfastur í þessu :)
Svona var dagurinn í næringu:
Klukkan 0540 (Næturvakt)
2 ostsneiðar, 3 salami sneiðar, kæfubiti,
2 x kaffi með kaffirjóma
Klukkan 0830 (fyrir svefn)
15 gr nectar (gleymdi rjómanum), magnecium+calcium
Svefn frá 0900-1330
Frá klukkan 1330-1700
2 kaffi, annar með rjóma, hinn með MCT olíu
Klukkan 1650
2 oopsies með smjöri og osti
Klukkan 1930
Kubbasteik (ofnsteikt súpukjöt) með soðsósu og
blómkál/brokkóli/hnúðkáli með osti bakað í ofni
CLA, omega3+D-vit, multivit
Klukkan 2130
½ vanillu skyr.is með WF karamellu sírópi
Frabært ad sja, hvad ykkur gengur vel. Her er unnid i matarædi fyrir Siggu…….vegna hennar magasjukdoms, og eins og er, er stadan nokkud god :)
Líkar viðLíkar við
Hvernig mataræði þá ?
Líkar viðLíkar við
tad heitir Fodmap…..øll vondu kolvetnin ut, asamt slatta af kryddi, avøxtum og ødru sem hefur slæm ahrif a magann i tessu tilfelli
Líkar viðLíkar við
Leyfðu mér að fylgjast með :)
Líkar viðLíkar við
eg geri tad
Líkar viðLíkar við