Föstudagur 26. sept

Ahhh…..það er gott að ná upp svefninum :)  Seinni kvöldvakt í dag þannig að ég gat „sofið út“ í morgun.  Önnur hleðsla á morgun og við eiginmaðurinn vorum búin að ræða að tækla hana öðruvísi en síðast, nota meira af kolvetnaríkum mat frekar en að detta í nammipokann.  Ég mældi mig í upphafi, en held að ég hafi eitthvað klúðrað því, þannig að ég er búin að senda póst á þjálfara í Sporthúsinu um að mæta bara til hennar í professional mælingu ;)
Þarf að auka trefjainntökuna hjá mér……ég gleymi oft að taka Huskið og það veldur bara stíflu :/  Þannig að…….ekki gleyma huskinu :)  Ætla líka að prófa að auka magnecium :)
OG vatnið, fékk mér app í símann sem minnir mig á að drekka vatn ;)
Ég drakk 3,6 lítra af vatni í dag.

Svefn frá klukkan 0100-1000 (magnesium fyrir svefn)

Frá klukkan 1000-1400
3 kaffibollar, 1 með rjóma, 1 með ½ tsk af kókosolíu, 1 með tsk afMCT olíu

 Klukkan 1415
Kotasælu- og husk lummur með osti
mæjó+sýrður með graslauk á milli

 Klukkan 1900 (Mötuneyti)
Purusteik með salati og fetaosti. (gleymdi símanum, gat ekki tekið mynd)
Átti soldið bágt…..brúnaðar kartöflur og brún sósa með, EN ég fékk mér ekki !
CLA, omega3+D-vit, multivit

Kvöldsnarl
2 oopsies með smjöri og osti
Smá harðfiskur með smjöri

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s