Mánudagur 29. sept

Frí í dag…….og hvað geri ég ?  Vakna klukkan 0730 !  Eiginmaðurinn fór að vinna í morgun og kom strákunum á lappir og í skólann, þannig að ég „þurfti“ ekkert að vakna svona snemma :/
En ég nýtti daginn vel, í dag var ég bara stútfull af orku og spændi hérna um íbúðina og tók skápa og skúffur í gegn, fór með helling af fötum í Rauða Krossinn……er hætt að hanga á flíkum sem ég passa ekki í, sama hvort þau eru of lítil eða stór.  Úr skápnum fóru þau !
Drakk 3,6 lítra af vatni í dag, og náði að leggja mig í tæpa 2 tíma fyrir næturvaktina sem ég tek auka í nótt.

Svefn frá 2300-0730

Vökvi í föstunni
2 kaffi með kókosolíu (eiginmaðurinn kláraði rjómann!)

Klukkan 1000
15 gr Nectar protein í vatn með 1 msk af MCT olíu
(aftur enginn rjómi þar sem hann dreif sig ekki í búðina að kaupa nýjan rjóma ;) )

IMG_20140929_125515

Smelltu fyrir uppskrift

 Klukkan 1300
Pönnupizza með tómatpestó og beikoni :)
CLA, omega3+D-vit, multivit

 Klukkan 1900
Afgangur frá kvöldmatnum í gær
(hryggur, rósakál, blómkál og brokkolí í sósu)

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s