Meistaramánuður og markmiðin mín

2014-10-01 00.35.48
Meistaramánuður hófst í dag, settir þú þér markmið ?  Þegar ég mætti á aukavaktina í nótt þá skráði ég mig og hugsaði um hvaða markmið ég ætti að setja mér.  Ég tók þátt í þessu í fyrra, setti einhver voðalega háleit markmið, og stóðst þau auðvitað ekkert.  Ég held ég hafi ekkert almennilega skilið þetta þá.  Tilganginn þeas.  Skilningurinn sem ég set í þetta núna er að ég ætla að setja mér markmið í að bæta ákveðna hluti, eða að klára einhverja hluti sem hafa setið á hakanum.  Breyta misgóðum venjum yfir í betri siði :)  Gera þetta algjörlega á eigin forsendum :)

Það sem ég ætla mér að gera er:

  • Ég ætla að halda áfram að tileinka mér Carb Nite lífsstílinn, og fylgja honum.
  • Ég ætla að ná amk 7 tíma svefni þá daga sem ég er ekki í vinnusyrpu og stefna á að vera farin að sofa fyrir miðnætti (nema ef ég á frí um helgi þá fer ég líklegast seinna að sofa)
  • Ég ætla að lesa amk eina bók á kvöldin í stað þess að hanga í tölvunni.
  • Ég ætla að klára jólagjöfina fyrir lítinn frænda minn, sem ég byrjaði á í mars !!!
  • Ég ætla að fara í yoga tíma í Sporthúsinu.
  • Ég ætla að drekka vatnsmagnið sem appið setur mér fyrir á hverjum degi.
    (amk 2,7 lítar á dag)
  • Ég ætla að fara í gegnum &%$/ forstofuskápinn og hreinsa þar út
    (maaaaaaaargfrestað verkefni)
  • Ég ætla að halda áfram að blogga hérna á hverjum degi og verða vonandi einhverjum þarna úti góður innblástur í að skoða CN :)

Ég held að þetta sé bara komið :)  Ég er sátt við þessi markmið :)

 

Ein hugrenning um “Meistaramánuður og markmiðin mín

  1. Bakvísun: Markmiðatékk | Lífið á Carb Nite

Skildu eftir skilaboð

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s