Október hefur undanfarin ár markað Meistaramánuð hjá mörgum, en október er líka tileinkaður Bleiku slaufunni, sem er fjáröflunarleið og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, til að berjast gegn krabbameinum hjá konum.
Eiginmaðurinn færði mér Bleiku slaufuna áður en ég fór að vinna í gærkvöldi, og er það fastur liður í upphafi október :)
Hafandi misst legið vegna frumubreytinga, þá skiptir þetta mig máli, og til að sýna þessu frekari stuðning mun þessi fallegi bleiki borði sem er efst á síðunni fylgja blogginu allan október :) Ég hvet ÞIG til að panta tíma í krabbameinsskoðun, ef þú hefur ekki farið nýlega, þetta er eitthvað sem Á að sinna.
Dagurinn varð frekaður horaður í mat…..svaf til 1430, hunskaðist ekki framúr fyrr en 1530, var ekki orðin svöng þegar ég fór í búðina að versla fyrir kvöldmatinn og ílengdist þar auðvitað útaf mánaðarmótunum……allir í Bónus ! Þannig að ég borðaði ekkert fram að kvöldmat.
Ég drakk 3,3 lítra af vatni í dag
Næturvakt
2 kaffi með rjóma
Klukkan 0245
Harðfiskur með smjöri
Klukkan 0830 (fyrir svefn)
Nectar prótein með rjóma og MCT olíu
Magnecium+calcium
Svefn frá 0930-1430
Klukkan 1530
Kaffi með rjóma
Klukkan 2000
Fiskiklattar með blómkálsmús (blómkál, smjör, vorlaukur, krydd)
og mæjónes/sýrður sósu kryddaða með:
Svörtum pipar, aromat, sjávarréttakryddi og laukdufti.
CLA, omega3+D-vit, multivit
Klukkan 2245
Blómkálspopp